Skip Ísfélagsins eru um það bil að ljúka veiðum á norsk-íslensku síldinni en stærsti hlutinn fór í vinnslu til manneldis hjá Ísfélaginu á Þórshöfn. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri, segir að nú bíði menn eftir heimasíldinni sem næsta verkefni fyrir skipin. Hér heima hefur verið unnið í bolfiski síðan í ágúst eða frá því að vinnslu á makríl lauk fyrir þjóðhátíð.