Laufey Rún Ketilsdóttir er nýr formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna
Sambandsþing Sambands ungra sjálfstæðismanna var haldið í Vestmannaeyjum helgina 4.-6. september og bar yfirskriftina ,,Frjáls þjóð, frjáls markaður, frjálst fólk�?�, lauk í gær og var Laufey Rún Ketilsdóttir kjörinn formaður og Elvar Jónsson varaformaður. Taka þau við af Magnúsi Júlíussyni og Hildi Gunnarsdóttur sem gegnt hafa embættum formanns og varaformanns frá árinu 2013. En þessu var greint frá á
xd.is
Samband ungra sjálfstæðismanna telur að í frelsinu felist tækifærin. Frjálsir einstaklingar eru líklegri til þess að finna hamingjuna en þeir sem eru ófrjálsir. Frjálst land sem á frjáls viðskipti við önnur ríki er líklegra til þess að nýta hlutfallslega yfirburði sína og bæta hag sinn. Frjáls þjóð sem hefur fullt vald yfir eigin málum er líklegri til að finna sér réttan farveg. Lögmál frelsis og tækifæra eru lögmál jafnréttis og jafnaðar.