Siglingastofnun hefur óskað eftir tilboðum í gerð nýrrar þjónustubryggju í Landeyjahöfn. Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar, segir að um sé að ræða nýja bryggju og verður hún staðsett gegnt ferjubryggjunni í höfninni.