Nýi Baldur getur auðveldlega leyst Herjólf af hólmi
Nýr Baldur, sem áður hét Vågan, mun leysa gamla Baldur af hólmi í siglingum í Breiðafirði á næstunni. �??Skipið er um 68 m langt og tæpir 12 m á breidd. �?að er 1677 brúttótonn og ristir 4,0 m eða aðeins minna en Herjólfur og getur því auðveldlega leyst af í Landeyjahöfn þegar Herjólfur fer í slipp eða af öðrum ástæðum reynist þörf á afleysingu,�?? segir á vef Vegagerðarinnar. Reyndar segir í undirfyrirsögn með fréttinni að skipið risti 4,2 metra. Mesta lengd Herjólfs er 70,7 metrar.
Í fréttinni segir jafnframt að nýi Baldur taki 280 farþega og 55 bíla á lokuðu bílaþilfari og að skipið hafi verið byggt 1979 en endurbyggt 1989. �?á fékk skipið nýja og stærri vél 1993 eða einu ári eftir að núverandi Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Vestmannaeyjahöfn. Herjólfur flytur að jafnaði um 380 farþega, mátti þegar mest var flytja um 500 farþega og rúmlega 60 einkabíla.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.