Nýr Baldur, sem áður hét Vågan, mun leysa gamla Baldur af hólmi í siglingum í Breiðafirði á næstunni. �??Skipið er um 68 m langt og tæpir 12 m á breidd. �?að er 1677 brúttótonn og ristir 4,0 m eða aðeins minna en Herjólfur og getur því auðveldlega leyst af í Landeyjahöfn þegar Herjólfur fer í slipp eða af öðrum ástæðum reynist þörf á afleysingu,�?? segir á vef Vegagerðarinnar. Reyndar segir í undirfyrirsögn með fréttinni að skipið risti 4,2 metra. Mesta lengd Herjólfs er 70,7 metrar.
Í fréttinni segir jafnframt að nýi Baldur taki 280 farþega og 55 bíla á lokuðu bílaþilfari og að skipið hafi verið byggt 1979 en endurbyggt 1989. �?á fékk skipið nýja og stærri vél 1993 eða einu ári eftir að núverandi Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Vestmannaeyjahöfn. Herjólfur flytur að jafnaði um 380 farþega, mátti þegar mest var flytja um 500 farþega og rúmlega 60 einkabíla.