Nýir rafstrengir væntanlegir
21. júní, 2025
Skipið BB Ocean við Elliðaey. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur

Skipið BB Ocean hefur verið undanfarna daga í Eyjum og verður næstu vikurnar en það er hér til að undirbúa lagningu nýrra rafstrengja milli lands og Eyja. Þetta kemur fram í færslu á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar.

Sjá einnig: Skrifað undir samninga um tvo nýja strengi til Eyja

Muni taka allt 7 daga að spóla strengjunum á milli skipa

Enn fremur segir í færslunni að UML Valentina komi að bryggju á mánudaginn en skipið er að koma með nýju rafstrengina sem verða færðir á milli skipanna Valentina og MV Aurora. Reiknað mér með að það muni taka allt 7 daga að spóla strengjunum á milli skipa. MV Aurora er skipið sem mun leggja strengina í haf. Engin umferð verður leyfð á Kleifakanti á meðan Valentina mun liggja þar og eru gestir hafnarsvæðisins beðnir um að virða það. Á sunnudaginn verður töluvert um flutninga á svæðinu og verður að öllum líkindum umferð takmörkuð út á Eiði hluta úr degi.

Fleiri skipakomur

Hav Nordic kemur til Eyja á sunnudaginn með nýja þilið sem reka á niður framan við Gjábakkakant þ.e. framan við netagerðirnar. Þá segir í færslunni að fyrir utan Viðlagafjöru liggi skipið Ronja Tind en það mun vera eitthvað hér næstu daga í flutningum fyrir Laxey.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.