Skipið BB Ocean hefur verið undanfarna daga í Eyjum og verður næstu vikurnar en það er hér til að undirbúa lagningu nýrra rafstrengja milli lands og Eyja. Þetta kemur fram í færslu á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar.
Sjá einnig: Skrifað undir samninga um tvo nýja strengi til Eyja
Enn fremur segir í færslunni að UML Valentina komi að bryggju á mánudaginn en skipið er að koma með nýju rafstrengina sem verða færðir á milli skipanna Valentina og MV Aurora. Reiknað mér með að það muni taka allt 7 daga að spóla strengjunum á milli skipa. MV Aurora er skipið sem mun leggja strengina í haf. Engin umferð verður leyfð á Kleifakanti á meðan Valentina mun liggja þar og eru gestir hafnarsvæðisins beðnir um að virða það. Á sunnudaginn verður töluvert um flutninga á svæðinu og verður að öllum líkindum umferð takmörkuð út á Eiði hluta úr degi.
Hav Nordic kemur til Eyja á sunnudaginn með nýja þilið sem reka á niður framan við Gjábakkakant þ.e. framan við netagerðirnar. Þá segir í færslunni að fyrir utan Viðlagafjöru liggi skipið Ronja Tind en það mun vera eitthvað hér næstu daga í flutningum fyrir Laxey.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst