Það er þyngra en tárum taki að horfa á ríkisstjórnina útfæra og réttlæta nýju „framsæknu Norrænu velferðarskattastefnuna“ sína. Með kreppuna og erfiða stöðu ríkissjóðs sem afsökun láta vinstri flokkarnir gamla drauma um óskiljanlegt og ómarkvisst fjölþrepaskattkerfi loks rætast. Jöfnuður, réttlæti og sanngirni eru sögð markmiðin með þessum ósköpum en hver heilvita maður sér að þeim markmiðum verður aldrei náð með þessum aðferðum. Og við munum aldrei skattleggja okkur út úr kreppunni, það kennir sagan okkur.