Nýja Vestmannaeyjaferjan hefur siglingar síðdegis á morgun, fimmtudaginn 25. júlí. Fyrsta ferð nýs Herjólfs verður frá Vestmannaeyjum kl. 19:30. Aðstaða í Vestmannaeyjahöfn hefur nú verið bætt þannig að ferjan getur hafið siglingar á milli lands og Eyja án þess að tekin sé áhætta með skemmdir á Herjólfi. Unnið hefur verið að því að koma áætlunarsiglingum nýs Herjólfs af stað í samvinnu Vegagerðarinnar, Herjólfs ohf. og hafnarinnar í Vestmannaeyjum.
Aðstaðan í Vestmannaeyjahöfn verður svo bætt enn frekar í haust með uppsetningu enn öflugri „fendera“ sem eiga ekki bara að takmarka skemmdir eða annað lask á nýju ferjunni heldur mun líka auðvelda stjórnendum skipsins að leggja að og frá. Það gæti því einnig stytt þann tíma sem tekur að leggja að. Reiknað er með að það verk verði unnið á haustmánuðum.
Myndirnar eru frá vinnu við að setja upp nýja “fendera” eða stærri dekk en voru fyrir svo Herjólfur geti skammlaust lagt að í Vestmannaeyjum. Enn betri búnaður kemur síðan í haust.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.