Júlíus Ingason hefur verið ráðinn ritstjóri Vaktarinnar til næstu áramóta, í stað Jóhanns Inga Árnasonar sem haldið hefur til Bandaríkjanna í nám. Áfram mun Vaktin vera í sama broti og verið hefur. Með nýjum ritstjóra munu koma aðrar áherslur í blaðinu og hann mun setja sitt mark á það. Þá verður útgáfudegi blaðsins breytt, úr fimmtudagsmorgnum í föstudagsmorgna.
Júlíus hefur verið blaðamaður á Fréttum undanfarin ár, auk þess að sinna fréttamennsku fyrir Ríkissjónvarpið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst