Magnús Böðvarsson tekur við stöðu yfirlæknis sjúkradeildar Sjúkrahússins í Vestmannaeyjum frá og með 1. janúar 2026.
Magnús er sérfræðilæknir með sérhæfingu í lyflækningum og nýrnasjúkdómum. Hann útskrifaðist úr Læknadeild Háskóla Íslands árið 1976 og hélt þaðan til Bandaríkjanna í sérfræðingsnám í almennum lyflækningum og nýrnasjúkdómum. Hann hefur starfað sem nýrnalæknir frá árinu 1986, meðal annars á Landspítala, Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn, Karolinska sjúkrahúsinu (Huddinge), SÅS í Borås í Svíþjóð og á Central Sjukhuset í Kristianstad þar sem hann hefur gegnt stöðu yfirlæknis frá febrúar 2012.
Magnús hefur verið búsettur í Svíþjóð og starfað þar við lækningar um árabil. Þá er hann einn af stofnendum og eigendum Vinnuverndar og hefur setið í stjórn fyrirtækisins frá stofnun þess. Auk þess hefur hann starfað við trúnaðarlækningar frá 1985. Vestmannaeyingar þekkja Magnús vel, en hann hefur leyst af sem lyflæknir á sjúkrahúsinu í Eyjum allt frá árinu 1990 og tekið virkan þátt í starfsemi sjúkradeildarinnar í gegnum tíðina.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst