Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku, lá fyrir erindi frá nýju knattspyrnufélagi sem fengið hefur nafnið FC Krabbi. Óskar félagið eftir velli til knattspyrnuæfinga og sem heimavelli. Ráðið benti félaginu á æfingaaðstöðu í Hásteinshöllinni, eins og segir í bókum ráðsins, en gegn gjaldi.