Nýtt skip í Vestmannaeyjaflotanum, Þórunn Sveinsdóttir VE 401 sigldi inn í heimahöfn í fyrsta sinn í hádeginu í dag. Skipið er allt hið glæsilegasta en það var smíðað í Póllandi en lokafrágangur var unninn í Danmörku. Og þar sem í dag er aðfangadagur verður ekki hægt að skoða skipið fyrr en á annan dag jóla en skipið verður til sýnis milli 12:00 og 16:00.