Varaformaður knattspyrnudeildar karla hjá ÍBV, Hannes Gústafsson sagði í samtali við Eyjafréttir að öll umræða um að Garðar Gunnlaugsson sé á leið til ÍBV sé ekki rétt. „Hann er ekki á leiðinni til ÍBV eins og stendur. Við höfum hlerað stöðuna hjá honum, eins og við höfum gert við svo marga aðra og erum í raun alltaf með eyrun opin ef við heyrum af leikmönnum sem eru á lausu,“ sagði Hannes.