Samkvæmt fyrstu tölum í sveitastjórnakosningunum í Vestmannaeyjum verður óbreytt ástand í bæjarpólitíkinni næstu fjögur árin. Sjálfstæðisflokkurinn heldur meirihluta sínum í bæjarstjórn, Vestmannaeyjalistinn heldur þremur bæjarfulltrúum en Framsókn nær ekki inn manni. Í raun er Sjálfstæðisflokkurinn nærri því að bæta við fimmta manni og þar með fella þriðja mann Vestmannaeyjalistans út.