Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021 var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í kvöld.
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, þingflokksformaður og fyrrverandi fjármálaráðherra leiðir listann, í öðru sæti er Viktor Stefán Pálsson, sviðsstjóri hjá Matvælastofnun og formaður Ungmennafélags Selfoss, þriðja sætið skipar Guðný Birna Guðmundsdóttir hjúkrunarstjóri heimahjúkrunar hjá Reykjavíkurborg, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, hjúkrunarfræðingur og MBA nemi, í fjórða sæti er svo Inger Erla Thomsen stjórnmálafræðinemi úr Grímsnesinu og fimmta sætið skipar formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ Friðjón Einarsson.
Eysteinn Eyjólfsson, formaður Öldungaráðs Suðurnesja og fyrrverandi útsölustjóri ÁTVR, skipar heiðurssæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Þessi sterki listi er skipaður fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem á það sameiginlega að vilja vinna að samfélagi sem hugar vel að öllum sínum íbúum með öruggum grunnstoðum og öflugu atvinnulífi.
„Ég leiði lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi með stolti inn í þessar kosningar, þetta er öflugur hópur. Það eru fjölmörg tækifæri framundan í uppbyggingu eftir heimsfaraldur og sýn okkar er skýr í þeim efnum. Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hafa brugðist og ekki staðið með fólkinu í kjördæminu sem bera þyngstu byrðarnar í heimsfaraldrinum. Nú þurfum við allar hendur á dekk svo ný ríkisstjórn eftir kosningar verði leidd af jafnaðarmönnum.”
– Oddný Harðardóttir
Sæti | Nafn | Heimili | Starf |
1 | Oddný G. Harðardóttir | Suðurnesjabær | Þingmaður Samfylkingarinnar, þingflokksformaður, fyrrverandi bæjarstjóri í Garði og fyrrverandi fjármálaráðherra. |
2 | Viktor Stefán Pálsson | Árborg | Sviðsstjóri hjá Matvælastofnun og formaður Ungmennafélags Selfoss |
3 | Guðný Birna Guðmundsdóttir | Reykjanesbær | Hjúkrunarstjóri heimahjúkrunar hjá Reykjavíkurborg, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, hjúkrunarfræðingur og MBA nemi |
4 | Inger Erla Thomsen | Grímsnes | Stjórnmálafræðinemi |
5 | Friðjón Einarsson | Reykjanesbær | Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar |
6 | Anton Örn Eggertsson | Vestmannaeyjar | Meðeigandi í Pítsugerðinni og yfirkokkur hjá veitingastaðnum Gott |
7 | Margrét Sturlaugsdóttir | Reykjanesbær | Atvinnulaus fyrrverandi flugfreyja Icelandair |
8 | Davíð Kristjánsson | Árborg | Vélvirki hjá Veitum |
9 | Siggeir Fannar Ævarsson | Grindavik | Framkvæmdastjóri |
10 | Elín Björg Jónsdóttir | Þorlákshöfn | Fyrrverandi formaður BSRB |
11 | Óðinn Hilmisson | Vogar | Húsasmíðameistari, kennaranám iðnmeistara, tónlistarmaður og rithöfundur |
12 | Guðrún Ingimundardóttir | Höfn í Hornafirði | Vinnur við umönnun og er eftirlaunaþegi |
13 | Hrafn Óskar Oddsson | Vestmannaeyjar | Sjómaður |
14 | Hildur Tryggvadóttir | Hvolsvelli | Sjúkraliði og nemi í Leikskólafræði við Háskóla Ísland |
15 | Fríða Stefánsdóttir | Suðurnesjabær | Formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ og deildarstjóri í Sandgerðisskóla |
16 | Hafþór Ingi Ragnarsson | Hrunamannahreppi | 6. árs læknanemi og aðstoðarlæknir á bráðamóttöku HSu |
17 | Sigurrós Antonsdóttir | Reykjanesbær | Hársnyrtimeistari, atvinnurekandi og kennari |
18 | Gunnar Karl Ólafsson | Árborg | Sérfræðingur á kjarasviði – Báran, stéttarfélag |
19 | Soffía Sigurðardóttir | Árborg | Markþjálfi |
20 | Eyjólfur Eysteinsson | Reykjanesbær | Formaður Öldungaráðs Suðurnesja og fyrrv. útsölustjóri ÁTVR |
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst