Fallegir litir haustsins og fallegt veður heilluðu Halldór Halldórsson nú í október. Hann fór á bæjarrölt, myndaði Eyjarnar, litina, hitti fólk á förnum vegi og lét hugann reika. Halldór er mikill náttúrunnandi og hefur vídéóvélina sína oftsinnis meðferðis. Á youtubesíðunni hans má finna ógrynni videómynda ýmist af mannlífi eða náttúrunni. Eyjafréttir hafa oft nýtt sér þetta myndefni hans og hér er eitthvað frá Halldóri sem mætti nefna óð til Eyjanna.