�??Mér finnst eins og að allir sem koma að þessu máli, hver sem það er, fari alltaf öfugt fram úr rúminu á morgnana og séu svo með krummafót í vinnunni. �?að er alveg með ólíkindum hvernig þetta mál gengur. �?að er alveg óþolandi að við, sem þurfum kannski að taka ákvörðun um að smíða ferju sem kostar á bilinu 4-5 milljarða, skulum sjálf standa í vegi fyrir því að fengin sé reynsla á sambærileg skip áður en við förum í smíðina. �?að eru okkar eigin stofnanir sem standa í vegi fyrir því með tittlingaskít, vil ég meina, með því að gefa okkur ekki leyfi til að gera þessa tilraun í tvö ár.�?? �?etta sagði þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson á Alþingi í dag þegar hann ræddi um samgöngumál á sjó við Vestmannaeyjar.
Ræða Ásmundar:
Krummafótur í vinnunni
Virðulegi forseti. �?g las það í Morgunblaðinu að málefni Herjólfs og Landeyjahafnar er enn og aftur til umfjöllunar í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Er það miður þar sem ekki virðist vera hægt að fá reynslu á þau mál sem átti að gera með því að leigja ferjuna Baldur og sjá hvort skip með þá hæfileika, burðar-og flutningsgetu sem það skip hefur og getur siglt í allt að 3,5 metra ölduhæð á móti 2,5 metrum hjá Herjólfi. Nú hefur Siglingastofnun sett auknar kröfur á skipið. �?að hefur nú þegar komið í stað Herjólfs og siglt samtals í níu vikur milli lands og Eyja án nokkurra áfalla og virðist vera alveg í stakk búið til að sigla á þessari siglingaleið.
Mér finnst eins og að allir sem koma að þessu máli, hver sem það er, fari alltaf öfugt fram úr rúminu á morgnana og séu svo með krummafót í vinnunni. �?að er alveg með ólíkindum hvernig þetta mál gengur. �?að er alveg óþolandi að við, sem þurfum kannski að taka ákvörðun um að smíða ferju sem kostar á bilinu 4-5 milljarða, skulum sjálf standa í vegi fyrir því að fengin sé reynsla á sambærileg skip áður en við förum í smíðina. �?að eru okkar eigin stofnanir sem standa í vegi fyrir því með tittlingaskít, vil ég meina, með því að gefa okkur ekki leyfi til að gera þessa tilraun í tvö ár. Talað er um að Herjólfur sigli með þessari ferju á þeim dögum sem fært er fyrir hann og að Baldur sé eingöngu notaður á þeim tímabilum sem ölduhæð er á bilinu 2,5-3,5 metrar. Við þurfum að vanda okkur svolítið og nýta fjármunina vel. Til þess þurfum við að gefa svigrúm svo við getum kannað hlutina vel áður en við tökum stærri og mikilvægari ákvarðanir. Stofnanir okkar þurfa líka að vinna með okkur að því.