Undanfarna sólarhringa hefur dýpkunarskipið Perlan unnið að dýpkun við Landeyjahöfn. Var reiknað með að hægt væri að opna höfnina fyrir Herjólf um helgina. Það óhapp varð hinsvegar að mikið efnisfarg neðansjávar hrundi yfir dælurör skipsins og festi það. Þessa stundina er unnið að því að ná rörinu upp og ætti á morgun að vera ljóst hvenær Perlan getur aftur hafið dælingu að nýju.