Framhaldsskólanum var slitið miðvikudaginn 18. desember og útskrifuðust þrettán nemar á haustönn, fimm af stúdentabrautum og átta af iðnbrautum. Oktawia Piwowarska flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og Bergvin Haraldsson frá ÍBV – Íþróttafélagi veitti barmmerki félagsins þeim sem klárað hafa fjórar annir eða fleiri í akademíu ÍBV og FÍV. Þeir voru Adam Smári og Ívar Bessi Viðarsson sem einnig fékk viðurkenningu frá Drífanda stéttarfélagi fyrir félagsstörf.
Skólinn veitti Oktawiu Piwowarska og Róbert Elí Ingólfssyni viðurkenningu fyrir góðan heildarárangur í námi.
Útskriftarnemar á haustönn
Adam Smári Sigfússon – Stúdentsbraut
Aníta Marý Kristmannsdóttir – Stúdentsbraut
Anton Már Óðinsson – Pípulagnir
Arnar Freyr Önnuson – Pípulagnir
Daníel Andri Kristinsson – Vélstjórn
Guðmundur Jón Magnússon – Pípulagnir
Ísak Huginn Héðinsson – Viðbótarnám til stúdentsprófs
Ívar Bessi Viðarsson – Stúdentsbraut-félagsvísindalína
Jökull Orri Gylfason – Pípulagnir
Katrín Lára Karlsdóttir – Sjúkraliðabraut og viðbótarnám til stúdentsprófs
Oktawia Piwowarska – Stúdentsbraut-félagsvísindalína
Róbert Elí Ingólfsson – Stúdentsbraut
Sigursteinn Marinósson – Viðbótarnám til stúdentsprófs
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst