Brotist var inn í gull- og silfurverslun Steingríms Benediktssonar við Vestmannabraut að morgni gamlársdags. Rúða var brotin í útstillingarglugga sem snýr að Hilmisgötu og skartgripir teknir ófrjálsri hendi úr glugganum og skáp inni í búðinni. Talsvert tjón varð á húsnæðinu og verðmæti skartgripanna eru talin á bilinu ein til ein og hálf milljón króna en endanleg tala liggur ekki fyrir.