Vinnslustöðin opnar almenningi nýju uppsjávarvinnsluna sína í dag frá kl. 14-16. Allir hjartanlega velkomnir til að skoða húsið, þiggja það sem á borð verður borið, hlýða á tónlist og sýna sig og sjá aðra í góðum félagsskap.
Vinnslustöðin fagnar 70 ára afmæli í haust, en snemma í október árið 1946 hófst undirbúningur að félagsstofnun og 30. desember stofnuðu 105 útvegsmenn í Vestmannaeyjum Vinnslu- og sölumiðstöð fiskframleiðenda til að �??sameinast um fiskvinnslu til hagsbóta fyrir sig og byggðarlagið.�??