Laugardaginn 7. október nk. kl. 13.30 verður haldið opið málþing í Sagnheimum – bryggjunni á 2. hæð þar sem fjallað verður um þróun fiskveiða og veiðarfæra í Eyjum í 120 ár. Fyrir þann tíma voru handfæri ráðandi veiðarfæri á áraskipum sem gerð voru út frá Eyjum. �?egar fiskilínan kom til sögunnar hér árið 1897 varð mikil breyting sem varð að hreinni atvinnubyltingu þegar vélbátaöldin gekk í garð árið 1906. �?essi þróun var upphafið að fjölbreyttari veiðiaðferðum með margskonar netum og nótum samhliða tækniframförum og stækkandi fiskiskipum.
Á málþinginu verður ekki síst rædd sú veiðarfæraþjónusta sem netagerðir og netaverkstæði veittu Eyjaskipum og aðkomubátum, en nú eru liðin rúm 80 ár frá því fyrstu fyrirtækin hér í Eyjum á þessu sviði tóku til starfa. Í lok fundar mun verða horft yfir stærra svið og rætt um þróun helstu veiðarfæra á Atlantshafi á liðnum árum.
Samhliða verður varpað upp fjölmörgum ljósmyndum sem tengjast þessari starfsemi og verður þar í stuttu máli rætt um þróun veiðarfæra og starfsemi þeirra mörgu netaverkstæða og fyrirtækja sem hér koma við sögu og hversu mikilvægur þáttur þau voru í atvinnusögu karla og kvenna. Helga Hallbergsdóttir safnstjóri í Sagnheimum og Arnar Sigurmundsson hafa annast undirbúning málþingsins í samstarfi við nokkra heimamenn og munu þeir leggja orð í belg. Áhugasamir hvattir til að koma og taka þátt.
Nánar verður greint frá málinu í næsta tbl. Eyjafrétta.
Verkefnið er styrkt af SASS �?? Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.