Í fréttatilkynningu frá Eimskip, sem send var til fjölmiðla klukkan 9:25 í morgun er greint frá því að nú sé aftur hægt að bóka í ferðir Herjólfs á netinu. Þegar hins vegar farið er inn á bókunarsíðu Herjólfs núna, tveimur klukkustundum eftir að tilkynningin var send út, birtist tilkynning á síðunni þar sem greint er frá því að bókunarkerfið sé óvirkt meðan Landeyjahöfn sé lokuð. Siglingar í Landeyjahöfn hófust síðastliðinn föstudag.