Eftir 15. september mun Breiðafjarðarferjan Baldur sigla fjórar ferðir á dag, alla daga vikunnar. Ekki hefur verið hægt að bóka í ferðir skipsins eftir 15. september, þegar sumaráætlun Herjólfs rennur út en opnað verður fyrir bókanir út september í fyrramálið. Fram að 15. september mun Baldur sigla fimm ferðir alla daga vikunnar og fækkar ferðunum því um sjö eftir breytinguna.