Orkumótið í Eyjum hóf göngu sína í morgun og stendur yfir fram á sunnudag en þá er heimferðardagur. Keppnisdagar verða því fimmtudag, föstudag og laugardag. Orkumótið er knattspyrnumót fyrir drengi í 6. flokki þar sem keppt er í sjö manna bolta og hefur mótið verið haldið árlega síðan 1984 en lengst af hefur það gengið undir undir nafninu Shellmótið.
Í ár taka 112 lið frá 37 félögum þátt í mótinu og verða spilaðir í kringum 560 leikir. Riðlakeppni fer fram fimmtudag til föstudags en á laugardaginn verður keppt um bikara en 14 slíkir eru í boði. Líkt og á TM mótinu verður spilað á Hásteinsvelli, Týsvelli, �?órsvelli, Helgafellsveli og Eimskipsvelli og eru þetta í heildina 16 keppnisvellir, 14 grasvellir og tveir gervigrasvellir.
Tökur á Víti í Vestmannaeyjum munu setja svip sinn á mótið
Kvikmyndafyrirtækið Sagafilm er þegar komið til Eyja og byrjað að taka upp senur fyrir kvikmyndina Víti í Vestmannaeyjum sem kemur út á næsta ári. Á mótinu verða einhverjir leikir teknir upp til að ná sem flottustum fótboltaskotum fyrir myndina sem og aðrar senur sem notaðar verða í verkefnið. Á heimasíðu orkumótsins segir að Fálkarnir, liðið í sögunni Víti í Vestmannaeyjum, taki þátt í mótinu og spili tíu leiki. Leikir Fálkanna munu þó ekki hafa áhrif á stöðu annarra liða á mótinu og geta Fálkarnir ekki verið í efstu fjórum riðlunum á föstudeginum og ekki efstu tveimur riðlunum á laugardegi. Fálkarnir komast ekki heldur ofar en 2. sæti í riðli á laugardeginum. Er þá vakin sérstök athygli á því að lokahófið á laugardeginum verður hápunktur kvikmyndarinnar og því nokkuð veglegra en gengur og gerist.
Dagskrá er annars með hefðbundnu sniði, skrúðganga frá Barnaskóla, fararstjórasigling, leikur landsliðs og pressuliðs, verðlaunaafhending, grillveisla og umrætt lokahóf svo eitthvað sé nefnt.
Líklega síðasta mótið hjá núverandi mótsnefnd
Blaðamaður ræddi við Björgvin Eyjólfsson við gerð fréttarinnar en hann er einn þeirra sem hefur staðið vaktina við skipuleggingu Orkumótsins í gegnum árin.
Aðspurður út í undirbúning sagði Björgvin allt í réttum farvegi. �??Undirbúningur hefur gengið bara vel eftir því sem ég best veit. Við erum í raun að leggja undir okkur bæinn eins og tíðkast oft á þessum mótum. �?að eru um 1100 strákar að fara að koma til Eyja í dag að keppa og hugsa ég að öll gistirými í bænum verði full næstu daga. Við erum með pláss í skólunum, Arnardrangi, Kvenfélaginu, Kiwanis, Akóges og víðar. Mótið hefst síðan strax í fyrramálið kl. 08:20 en síðustu leikir verða spilaðir á laugardag svo fólk komist örugglega heim á sunnudaginn.�??
�?egar talið barst að mótsnefndinni sagði Björgvin engan sérstakan mótsstjóra vera þrátt fyrir að hann sjálfur sé titlaður sem slíkur. �??�?að er í raun enginn mótsstóri það gengur bara hver í sitt verk en það eru nánast sömu karlarnir búnir að vera í þessu síðan ´84. Án þess að ég tali fyrir neinn annan þá erum við flestir búnir að gefa út að þetta sé okkar síðasta mót. Við höfum talað um það okkar á milli að við séum orðnir hálfgerðar risaeðlur,�?? sagði Björgvin að lokum.