Örlygur Helgi Grímsson er með forystu í Meistaramóti Golfklúbbs Vestmannaeyja fyrir síðasta hring mótsins. Aflýsa þurfti fyrsta hringnum vegna veður og verða því aðeins leiknar 54 holur, eða þrír hringir. Örlygur hefur tveggja högga forystu á Rúnar Þór Karlsson sem var efstur eftir fyrsta hring. Örlygur lék hins vegar afar vel í gær og fór hringinn á 68 höggum. Mótinu lýkur í dag.