�?g þakka Hörpu kærlega fyrir áskorunina og ætla bjóða ykkur upp á frábæran fiskrétt.
Sætkartöflumús
�?� ca 5-600 gr sætar kartöflur,
skrældar og skornar í bita
�?� 1-2 kartöflur, skrældar
og skornar í bita
�?� 1/2 rautt chili, fræhreinsað
�?� safi úr 1/2 límónu (lime)
�?� ca 1 msk smjör
�?� salt og pipar
�?�
Kartöflur og sætar kartöflur skrældar og skornar í svipað stóra bita. �?ær eru svo settar í pott og vatn rétt látið fljóta yfir. Chili skorið í tvennt langsum, fræin hreinsuð úr og því svo bætt út í pottinn. Til að fá bragðsterkari kartöflumús er hægt að saxa chili smátt. Límónusafa bætt út í pottinn. Suðan látin koma upp og soðið í 15-20 mínútur eða þar til að kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Vatninu helt af og chili (ef það er í heilu) fjarlægt. Kartöflurnar stappaðar fínt með smjöri og bragðbættar með salti, pipar og jafnvel meiri límónusafa. Til að skerpa á hitanum á sætkartöflumúsinni er hún sett í pott og hituð upp við meðalhita, hrært í á meðan.
Búri með pistasíusalsa
�?� ca 600 gr Búri eða hvaða
fiskur sem er
�?� salt og pipar
�?� 3-4 msk pistasíuhnetur, saxaðar
(má líka nota furuhnetur)
�?� 3 msk sítrónusafi og rifið hýði
af 1/2 sítrónu
�?� 1 msk olífuolía
�?� ca 1 dl fersk steinselja, söxuð
�?� 1/4 �?? 1/2 rautt chili, fræhreinsað og fínsaxað
Ofninn hitaður í 220 gráður. Búrinn skorinn í bita og þeim raðað í smurt eldfast form. Kryddað með salti og pipar. �?ví næst er blandað saman í skál: pistsíuhnetum, sítrónusafa, sítrónuhýði, steinselju, chili og ólífuolíu. Blöndunni er dreift yfir fiskinn. Bakað í miðjum ofni við 220 gráður í ca 12-15 mínútur eða þar til fiskurinn er fulleldaður. Gætið þess að ofelda hann ekki.
Sojasmjörsósa
�?� 3 msk smjör
�?� 1 skarlottulaukur (hægt að nota 1/2 rauðlauk), saxaður fínt
�?� 1 hvítlauksrif, saxað fínt
�?� 1 tsk rautt chili, saxað fínt
�?� 2-3 msk sojasósa
�?� 1 msk steinselja, söxuð smátt
Smjör brætt í potti og látið krauma við fremur vægan hita í ca 15 mínútur þannig að smjörið verði brúnt. Froðan veidd af smjörinu. Lauk, hvítlauk, sojasósu, chili og steinselju blandað saman í skál og blandað út í smjörið rétt áður en sósan er borin fram. Njótið gjarnan með góðu hvítvínsglasi!
Ávaxtaeftirréttur
Skera niður 2 stk banana og 3 epli 100 gr súkkulaði 100 gr döðlur, sett í eldfastmót. 50gr sykur + 1 egg hrært saman og svo er bætt við 50gr kókos 40gr hveiti, 1tsk ger. �?að er svo dreift yfir ávextina og smá púðursykur yfir allt samna. Sett í ofn á 150 í klst.
�?g ætla að skora á Jóhann Inga �?skarsson sem næsta matgæðing, ég veit að hann er snillingur í
eldhúsinu.