Laugardaginn 8. september kl. 14-16 verður Óskars Björgvinssonar, ljósmyndara, minnst í Einarsstofu í Safnahúsi Vestmannaeyja. Í tilefni þess að miðvikudaginn 5. september voru rétt 70 ár liðin frá fæðingu hans mun fjölskylda Óskars afhenda ljósmyndasafn hans er spannar hartnær 40 ár úr lífi Eyjamanna.