Hér er stutt myndband af ótrúlegri skipulagningu og samhæfingu lúðrasveitar á Hawai. Örugglega eru lúðraþeytararnir ekki að leika þetta í fyrsta skipti, enda hlýtur svona leikni að hafa kostað blóð svita og tár. Knattspyrnulið ÍBV stóðu sig vel á árinu, sem er að kveðja og er myndbandið tileinkað þeirri göfugu íþrótt, um leið og eyjafrettir óska lesendum sínum gleðilegra jóla.