Það verður að teljast með ólíkindum að ÍBV-íþróttafélag sé á leið í úrslit með bæði karla- og kvennalið í handbolta. Konurnar tryggðu sér sæti í úrslitunum í gær þegar þær sigruðu Hauka. Í kvöld var komið að körlunum sem sigruðu FH þriðja leik undanúrslitanna 31:29. Báðir hörkuleikir þar sem úrslitin réðust í framlengingu.
„Það er alltaf frábært þegar svona flott einvígi eru spiluð. Þetta er samt ekkert nýtt, ég var í fjögurra liða úrslitum hérna og við slógum aðsóknarmet 1991 sem var frábært þó við höfum tapað, það var eftirminnilegur leikur. Þetta er eins með handboltann og körfuboltann, þetta er mikil skemmtun og virkilega gaman að fólk sé að taka þátt í þessu með okkur,“ sagði Erlingur Richardsson í viðtali við mbl.is í kvöld. Já, bæði karlar og konur hafa fólkið með sér og stuðningurinn mun fleyta þeim langt þegar í úrslitin er komið.
Kári Kristján, sem sjaldan hefur verið öflugri var markahæstur Eyjamanna með 9 mörk, Rúnar 5, Dagur 5, Gabríel 5, Arnór 3 og Janus 2.
Petar varði 8 skot og Pavel 6.
Hvítu riddararnir hafa sett svip sinn á leiki ÍBV svo um munar.
Mynd Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst