�?�?etta er bara létt lokaball til að kveðja Halla. Við vonumst til að sem flestir komi og kveðji strákinn með okkur,�? segir Viktor Ingi, bassaleikari Oxford. �?�?að er frítt inn og við spilum í einn og hálfan klukkutíma.�?
Hljómsveitin er þó ekki hætt þó að Haraldur sé að flytja út. �?Við hinir erum ekkert hættir. �?að er verið að ráða nýjan trommara og jafnvel auka hljóðfæraleikara, en það verður allt upplýst síðar,�? segir Viktor.
Hljómsveitin sendi frá sér nýtt lag í síðustu viku. Lagið heitir Komnir til að vera og er eftir Magnús Kjartan, söngara og gítarleikara hljómsveitarinnar.
Ballið í Pakkhúsinu í kvöld verður það eina sem Oxford leikur á í janúar. �?Við ætlum að nota janúar í það að æfa upp nýju meðlimina og taka upp nýtt efni en svo förum við aftur á fullt í febrúar,�? segir Viktor að lokum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst