Pablo Oshan Punyed skrifaði rétt í þessu undir tveggja ára samning við ÍBV. Punyed kemur frá Stjörnunni en hann varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2014. Punyed er miðjumaður og hefur lykilmaður í liði Stjörnunnar síðastliðinn tvö tímabil. Punyed hefur leikið 39 deildarleiki með Stjörnunni og skorað í þeim fjögur mörk. Áður var Punyed á mála hjá Fjölni og Fylki en hann er fæddur árið 1990. 
 
Bjarni Jóhannsson sagði á blaðamannafundinum að aðdragandinn að samningnum hefði verið tiltölulega stuttur og frábært væri að fá hann í raðir ÍBV og vonaðist hann eftir enn einu góðu sumri hjá honum en hann hefur spilað virkilega vel á Íslandi.  Bjarni sagði enn fremur að vonandi verða fleiri fréttir að vænta af leikmannamálum á næstu vikum.
 
Samningur var undirritaður í beinni útsendingu á ÍBVTv í höfuðstöðvum Bónus en Bónus er einn af aðalstyrktaraðlinum knattspyrnudeildar karla.