Páll Magnússon: Stoltur!
17. ágúst, 2017
Fyrir viku ætlaði ég að skrifa stutta grein hér í Eyjafréttir um hvað ég væri stoltur af íþróttafélaginu mínu, ÍBV, fyrir stærstu og glæsilegustu �?jóðhátíð sem haldin hefur verið. �?að fer a.m.k. ekkert á milli mála að Brekkan á sunnudagskvöldinu hefur aldrei verið stærri en nú; kíkið bara á myndirnar hans �?skar P. Friðrikssonar í síðustu Eyjafréttum. �?að var líka fullyrt við mig að hvítu tjöldunum hefði fjölgað mikið á milli ára, sem eru enn betri fréttir ef réttar reynast.
Um þetta átti sem sé greinin að fjalla, sem EKKI var skrifuð í síðustu viku. Síðan þá hefur ÍBV orðið bikarmeistari í meistaraflokki karla í fótbolta og meistaraflokkur kvenna komist í úrslit í bikarkeppninni annað árið í röð. Ekki minnkaði stoltið við þetta.
Glæsileg �?jóðhátíð
Fyrst aðeins meira um �?jóðhátíð. �?að er út af fyrir sig ekkert markmið að fjölga stöðugt gestum á �?jóðhátíð og það má leiða að því býsna sterk rök að af ýmsum ástæðum sé hátíðin nú þegar komin að einhverjum efri mörkum í fjölda – miðað við inntak og innviði. Og síst af öllu viljum láta fjöldann sliga þau stórmerkilegu menningarsögulegu verðmæti sem hátíðin felur í sér fyrir okkur bæjarbúa sjálfa. En þjóðhátíðarhaldið sjálft er alltaf að verða betra og betra í höndunum á ÍBV. Aðbúnaður gesta er alltaf að batna; öryggið er að aukast; þrif og hreinlæti er stöðugt að færast í betra horf; gæslan er að styrkjast og svona mætti áfram telja. Og síðan er mér skapi næst að halda að �?jóðhátíðin sé stöðugt að laða til sín prúðari og betri gesti! Sjálfur hef ég staðið sömu vaktina í hliðinu í Dalnum mörg undanfarin ár; 16 til 19 á föstudeginum. Á föstudeginum núna fóru sjálfsagt einhver þúsund manna fram og til baka um hliðið á þessum tíma. �?g sá áfengi á tveimur. Aðeins tveimur.
�?annig háttar líka til að frá útidyrum heima hjá mér í Áshamrinum eru bara nokkrir metrar að tjaldstæði þar sem mikill fjöldi aðkomandi þjóðhátíðagesta heldur til. �?arna átti ég auðvitað leið um margoft meðan á hátíðinni stóð – á öllum tímum sólarhrings. Aldrei sá ég annað en glaðværa hópa af ungu fólki að skemmta sér vandræðalaust.
Nú er ég ekki svo einfaldur að halda að ekki séu skuggahliðar þar sem 15.000 til 18.000 manns koma saman til að skemmta sér í þrjá til fjóra sólarhringa, en ég fullyrði að þeir skuggar eru á undanhaldi og bragurinn á hátíðinni nú er á margan hátt betri en hann var t.d. á meðan ég var á þeim aldri sem flestir aðkomandi gestir eru nú.
Af þessu öllu er ég óskaplega stoltur af ÍBV, stjórn félagsins og starfsmönnum en síðast en ekki síst öllum þeim sjálfboðaliðum sem vinna þrekvirki fyrir félagið sitt á hverju einasta ári. Ekki bara við þjóðhátíðarhaldið heldur alla þessa stóru viðburði sem félagið stendur fyrir þar fyrir utan; pæju- og pollamót, �?rettándagleðina og fleira. �?tli megi ekki fullyrða að meirihluti allra innlendra gesta, sem sækja Eyjarnar heim á hverju ári, geri það í tengslum við viðburði á vegum ÍBV?
�?trúlegt afrek
Um helgina fengum við svo staðfesta sterka stöðu ÍBV á íþróttasviðinu þegar meistaraflokkur karla í fótbolta varð bikarmeistari með sigri á gríðarsterku liði Íslandsmeistara FH í úrslitaleik. Daginn eftir tryggði kvennaliðið sér svo sæti í bikarúrslitunum annað árið í röð. �?egar hér var komið sögu var ég um það bil að rifna af stolti! Meistaraflokkar karla og kvenna í handbolta líta síðan afar vel út nú í aðdraganda keppnistímabilsins.
Í þessum afreksflokkum er síðan auðvitað að finna fyrirmyndirnar sem börnin og unglingarnir sækja sér í öflugu yngriflokkastarfi félagsins – og eru þeim hvati til þátttöku í íþróttum. �?essi staða – að íþróttafélag í rúmlega fjögur þúsund manna til þess að gera einangruðu bæjarfélagi eigi sér fjögur keppnislið í fótbolta og handbolta karla og kvenna í hópi þeirra bestu á Íslandi – er ekkert minna en ótrúlegt afrek!
Að öllu samanlögðu fullyrði ég að ekkert íþróttafélag á Íslandi, og jafnvel þótt víðar væri leitað, er jafn mikilvægt sínu samfélagi og ÍBV er í Vestmannaeyjum. Langflestar fjölskyldur í Eyjum eiga sér einhvern snertiflöt við félagið nánast á hverjum einasta degi. ÍBV og allt sem félagið stendur fyrir er snar þáttur af sjálfsmynd Eyjamanna – og sennilega verðmætasta vörumerki þeirra, ef menn vilja leggja mat á slíkt.
Að lokum þetta. �?g hvet alla forsvarsmenn þeirra góðu fyrirtækja og félaga í Eyjum sem leitað er til með að styrkja starfsemi ÍBV undir ýmsum formerkjum að taka eftirfarandi pól í hæðina: �?að er ekki verið að sníkja af ykkur aur í einhvern óþarfa. �?að er verið að hvetja ykkur til að styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf og efla þannig þá samfélagslegu innviði sem þarf til að hæfileikaríkt og dugmikið fólk vilji búa og ala upp börnin sín í bænum; sem aftur er nauðsynleg forsenda fyrir ykkur til að fá gott fólk í vinnu!
Með sama hætti vil ég segja við bæjaryfirvöld: Stuðningur við ÍBV er ekki bara stuðningur við íþróttastarf í þrengstu merkingu þess orðs heldur við miklu víðtækara og afar mikilvægt samfélagslegt hlutverk sem félagið hefur með höndum. �?að hlutverk snýr t.d. að sjálfsmynd Eyjamanna í gegnum viðburði eins og �?jóðhátíð og íþróttaafrek á borð við bikarmeistaratitilinn um daginn – en einnig að hreinum hagrænum atriðum eins og að standa fyrir verulegum hluta af komum innlendra ferðamanna til Eyja. Og bæjaryfirvöld mega aldrei falla í þá gryfju að nota tekjur sem ÍBV hefur af �?jóðhátíð til réttlætingar fyrir minni stuðningi en tíðkast í öðrum bæjarfélögum. �?jóðhátíðartekjurnar gera nefnilega ekki meira en að vega upp þann umframkostnað sem hlýst af því að reka íþróttafélag í Vestmannaeyjum samanborið við höfuðborgarsvæðið. Ef þær þá ná því.
Áfram ÍBV!
Páll Magnússon
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.