Á bæjarstjórnarfundi í gær birti Páll Magnússon minnisblað sem hann gerði um listaverk Ólafs Elíassonar í tilefni af 50 ára goslokum í fyrrasumar.
Finnst óljóst hvað íbúar eigi að kjósa um
Í minnisblaðinu bendir Páll á að erfitt geti reynst að tilgreina um hvað eigi að kjósa; fjárveitinguna, listaverkið sjálft eða „allt þar á milli“ eins og kemur fram í minnisblaðinu. Þá telur Páll að tillagan sé óvenjuleg þar sem ákveðið hafi verið samhljóma að taka ákvarðanir um að fara í verkefnið fyrir um 18 mánuðum og jafnframt samþykkt öll skref hingað til.
Það er við þessar aðstæður sem fram kemur í bæjarstjórn tillaga um að málið fari í íbúakosningu. Að vísu er ekki tilgreint um hvað eigið að kjósa; upphaflega fjárveitingu Vestmannaeyjabæjar eða endanlegar hugmyndir listamannsins. Eða allt þar á milli. Þetta er reyndar óvenjuleg tillaga fyrir þær sakir líka að venjulega fara kosningar af þessu taki fram um ákvarðanir sem á eftir að taka en ekki um ákvarðanir sem allar hafa verið teknar samhljóða um 18 mánaðaskeið.
Listamaðurinn og ráðherra sætti sig ekki við kosningu íbúa
Í minnisblaðinu ályktar Páll eftir samtöl við listamanninn og ríkisstjórnina að þau muni hætta við verkefnið ef ákvörðunin verði sett í kosningu íbúa Vestmannaeyjabæjar.
Eftir að þessi tillaga kom fram hef ég átt samtöl við samstarfsaðila Vestmannaeyjabæjar [sic] og af þeim dreg ég þá ályktun að verði þessi tillaga samþykkt í bæjarstjórn megi gera ráð fyrir að það jafngildi ákvörðun um að hætta við verkefnið. Gera má ráð fyrir að listamaðurinn og þau ráðuneyti sem hugðust taka þátt í fjármögnun verkefnisins telji sér einfaldlega heimilt að hverfa frá málinu; það hefði orðið forsendubrestur því bæjarstjórn Vestmannaeyja vildi ekki ljúka málinu í samræmi við fyrri skuldbindingar heldur skjóta því í íbúakosningu.
Eftirsóttur og virtur listamaður
Í minnisblaðinu nefnir Páll ekki hvort hann sé ánægður eða óánægður með verkið sjálft. Eingöngu er vísað í að „einn virtasti og eftirsóttasti myndlistamaður í heimi“ hafi verið fenginn að verkinu.
Í umfjöllun Morgunblaðsins í vikunni sagði Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðismanna „svo viljum við líka að sjá útlit verksins, okkur dugar ekki að fá aðeins að vita að Ólafur Elíasson sé hönnuður, þó stórt nafn sé“.
Listamaðurinn vill ekki kynna íbúum verkið
Á bæjarstjórnarfundinum í gær sagði Páll:
„Enginn listamaður með einhverja sjálfvirðingu sendir í opinberra kynningu drög að listaverki í smíðum, í vinnslu, til opinberrar kynningar og síðan atkvæðagreiðslu um það hvort íbúum líki við þetta eða ekki.
Það er orðið spurning um höfundaverk, að opinbera hugmyndir um það sem listamaður hefur um framsetningu á einhverju verki, það sé til opinberar kynningar um einhverja íbúakosningu held ég að allir geri sér grein fyrir að þannig eru ekki listaverk unnin. Listamaðurinn hefur að sjálfsögðu sjálfdæmi um það hvernig listaverkið er en það liggur fyrir að stúdíóið er tilbúið að kynna þetta fyrir bæjarstjórn hvernig drögin eru en ekki í opinbera birtingu, sendandi gögn til opinberrar birtingar.„
Heildarkostnaður áætlaður 200 milljónir
Þá kemur fram að áætlaður kostnaður við framkvæmdina í heild standi í 200 milljónum kr. og að hlutur Vestmannaeyjabæjar verði áfram þær 50 milljónir sem ákveðið var við undirritun samningsins.
Mikið mannvirki: Stígur, handrið, hvíldarpallar og lýsing
Í viðtali Eyjar.net við Margréti Rós Ingólfsdóttur nýverið kom fram að Náttúrufræðistofnun telji að verið sé að fara þveröfuga leið frá því eðlilegt geti talið. Stígurinn, sem eigi að fara umhverfis gíginn, falli illa að náttúrunni og verði áberandi. Nauðsynlegt verði að hafa stíginn með handrið, hvíldarpöllum og hugsanlega lýsingu öryggisins vegna enda sé verði mikill bratti á stígnum hluta leiðarinnar.
„Óvíst er hversu mikla festingu er að fá í gjallinu og því verður um mikið mannvirki að ræða að mati Náttúrufræðistofnunnar.“ sagði Margrét Rós.
https://eyjar.net/segir-ibuakosningu-thyda-ad-haett-verdi-vid-verkid/
https://eyjar.net/minnisvardinn-a-eldfelli-mikid-mannvirki/
https://eyjar.net/fundur-baejarstjornar-i-beinni-11/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst