Eyjamaðurinn Páll Magnússon íhugar að bjóða sig fram til þings í næstu kosningum. �?etta kemur fram í viðtali sem Kolbrún Bergþórsdóttir tók við hann og birtist í DV í dag. Í viðtalinu er víða komið við, rætt um viðskilnað hans við R�?V, heimildamyndagerð, ný verkefni hans í útvarpi og einnig um pólitík og andrúmsloftið í íslensku samfélagi.
Páll hefur farið á kostum í sumar sem umsjónarmaður þáttarins Sprengisands á Bylgjunni og viðtöl hans þar hafa vakið athygli og iðulega ratað í fréttir enda er Páll laginn við að laða það besta fram úr viðmælendum sínum, þar á meðal fréttnæma hluti eins og segir í kynningu. Páll er þaulvanur fjölmiðlamaður, var meðal annars fréttastjóri Stöðvar 2 og útvarpstjóri R�?V á árunum 2005 til 2013. Í viðtalinu við Kolbrúnu segist Páll í fyrsta skipti vera að skoða að bjóða sig fram til alþíngiskosninga. Stuðningsmenn tveggja flokka hafi haft samband við hann en hann vill ekki gefa upp hverjir þeir eru.
Páll er ekki ókunnugur pólitíkinni því faðir hans, Magnús H. Magnússon var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í gosinu 1973 og þótti standa sig vel. Hann var í Alþýðuflokknum, fór á þing og varð samgöngumálaráðherra.