Kvennalið ÍBV fær Grindavík í heimsókn í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag kl. 18:00. Liðin mættust einnig síðustu helgi í undanúrslitum bikarsins þar sem Eyjakonur höfðu betur í vítaspyrnukeppni. Með sigri kæmist ÍBV upp í annað sætið í deildinni en bæði Stjarnan og Breiðablik, sem þegar hafa spilað í umferðinni, eru með 27 stig í öðru og þriðja sætinu, stigi á undan ÍBV.