Petar Jokanovic hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Handknattleiksdeild ÍBV.
Petar hefur leikið með ÍBV undanfarin tvö tímabil. Hann hefur verið einn af lykilmönnum liðsins. Hann átti meðal annars stóran hlut í sigri liðsins í bikarúrslitunum á síðasta ári, þegar hann fór á kostum og var valinn maður leiksins.
Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ÍBV líkar Petar lífið í Vestmannaeyjum afskaplega vel og hefur náð að aðlagast því mjög vel. “Við erum ótrúlega ánægð með að hafa náð samkomulagi um áframhaldandi veru hans hjá félaginu og það er mikilvægur þátt fyrir átökin í Olísdeildinni næstu árin. Við óskum Petar til hamingju og hlökkum til áframhaldandi samstarfs!.”