Pétur Runólfsson, fyrrum leikmaður ÍBV lék sinn fyrsta leik fyrir KFS um helgina. Hann er ekki ókunnur félaginu þar sem hann var nokkrum sinnum lánaður frá ÍBV til KFS á árum áður. Pétur er samningsbundinn ÍBV út árið en eftir tímabilið 2009 ákvað hann að taka sér frí frá knattspyrnuiðkun. Hann lék reyndar aðeins með BÍ/Bolungarvík í 2. deildinni í fyrra en hefur nú snúið aftur til Eyjaliðsins. Pétur lék sinn fyrsta leik með KFS gegn KH á sunnudag en KFS tapaði leiknum nokkuð óvænt.