Í september fóru um Eyjuna hópur af fólki á vegum CBS Sunday News. �?au voru komin til þess að upplifa og mynda pysjuævintýrið. Eyjafréttir hitti fólkið frá CBS Sunday News og tók viðtal við þau sem hægt er að lesa
hérna.
Um fimm milljónir manns horfa á þáttinn á hverjum sunnudegi, þannig að Vestmannaeyjar, lundinn og Ísland voru að fá eina bestu kynningu sem hugsast getur, allavega í Bandaríkjunum.
Í þættinum fjallar Erpur Snær Hansen um lundann og skráninguna í pysjueftirlitinu, Sæheimar aquarium eru heimsóttir þegar komið er með pysjur til vigtunar og fylgst er með krökkum á pysjuveiðum. Loks var kíkt á Einsi Kaldi og pantaður lundi. Hægt er að sjá þáttinn hér að neðan.