Jón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hefur heimilað veiðar á 130 þúsund tonnum af loðnu eins og Hafró hafði áður lagt til. Af þessum 130 þúsund tonnum, koma rúmar 90 þúsund tonn í hlut íslenskra loðnuskipa samkvæmt ákvæðum samninga við önnur lönd um nýtingu loðnustofnsins við Ísland. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem má lesa hér að neðan.