Ráðuneytinu lokað og ráðherra farinn heim á Sigló?
13. janúar, 2010
Eins og greint var frá í gær þá var hefur bæjarráð miklar áhyggjur af stöðu samgangna við Vestmannaeyjar en niðurskurðarhnífur ríkisstjórnarinnar hefur höggið reglulega á samgöngumálum Eyjanna undanfarið. Eyjafréttir.is leituðu svara hjá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra hvort hið opinbera hafi engu svarað með fyrirhugaða fækkun ferða Herjólfs, eins og kemur fram í fundargerð bæjarráðs. Einnig er Elliði spurður út í af hverju bæjaryfirvöld lögðu ekki fram tillögur að fækkun ferða þegar eftir því var leitað af hálfu rekstraraðila. Svör Elliða má lesa hér að neðan.