Blaðamaður Eyjafrétta gerði sér ferð suður í Skátastykki sl. föstudag og ræddi við nokkra vaska skáta sem þar voru við ýmis störf. �?að er óhætt að segja að hljóðið í þeim hafi verið gott þó greina mætti smá þreytu enda prógrammið síðustu daga búið að vera langt og strangt.
Nafn: Pedro Rasia Schiefferdecker.
Aldur: 18.
�?jóðerni: Brasilía.
Hvað hefur þú verið lengi í skátunum: 12 ár.
Af hverju ákvaðstu að byrja:
�?ll fjölskyldan er í skátunum, svo hef ég gaman að útilegum og náttúrunni. Andinn í skátunum er líka mjög góður.
Hvernig hefur ferðin verið hingað til: Algjörlega frábær.
Einhverjir hápunktar: �?tsýnið af Heimakletti.
Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Allt mjög lítið í sniðum og ströndin minnir mig á strendurnar í Brasilíu.
Nafn: Chris.
Aldur: 24 ára.
�?jóðerni: Bretland.
Hvað hefur þú verið lengi í skátunum: 19 ár.
Af hverju ákvaðstu að byrja: Mamma mín er leiðtogi, þess vegna ákvað ég að prófa.
Hvernig hefur ferðin verið hingað til: Frábær, síðan það fór að lægja.
Einhverjir hápunktar: �?tsýnið af Eldfellinu og hitinn sem er enn í fjallinu.
Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Mjög vel, allt mjög fallegt en það er mjög vindasamt.
Nafn: Lois Bosschaart.
Aldur: 18.
�?jóðerni: Holland.
Hvað hefur þú verið lengi í skátunum: �?g hef verið í 13 ár.
Af hverju ákvaðstu að byrja: Foreldrar mínir eru skátar svo ég ákvað bara líka að prófa.
Hvernig hefur ferðin verið hingað til: Við komum til landsins á sunnudaginn en hingað til Vestmannaeyja á þriðjudaginn og skemmdist tjaldið okkar svo fljótlega í vindinum sem var þann daginn.
Einhverjir hápunktar: Í gær fórum við á Heimaklett og það var mjög fallegt, útsýnið alveg frábært.
Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Falleg náttúra og öðruvísi en í Hollandi þar sem allt er flatt. Húsin eru líka mjög frábrugðin okkar, mörg hver hvít á lit, en okkar eru flest gerð úr múrsteinum. Svo er bara magnað að geta horft yfir alla Eyjuna uppi á Heimakletti.
Nafn: Luiza Helena Sommer.
Aldur: 25.
�?jóðerni: Brasilía.
Hvað hefur þú verið lengi í skátunum: 19 ár.
Af hverju ákvaðstu að byrja: �?ll fjölskyldan var í hreyfingunni, svo hef ég gaman að útilegum, ferðalögum og náttúrunni. �?g bý í höfuðborginni þannig að það er gott að komast stundum í burtu og í leiðinni leggja mitt að mörkum fyrir samfélagið í gegnum skátana.
Hvernig hefur ferðin verið hingað til: Ísland er algjör draumur, fallegt útsýni og góð tónlist.
Einhverjir hápunktar: Ekki fjallgöngurnar þar sem ég er lofthrædd. Höfnin fannst mér mjög falleg þó svo lyktin þar geti verið mjög vond. Fíllinn í fjallinu hjá golfvellinum er líka mjög flottur. Svo má ekki gleyma hvað fólkið hér er indælt, það er ekki sjálfgefið.
Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Mjög vel, hér er hægt að komast allt fótgangandi og uppi á fjöllunum er 360 gráðu útsýni.
Nafn: Zoe Bosschart.
Aldur: 20.
�?jóðerni: Holland.
Hvað hefur þú verið lengi í skátunum: 16 ár.
Af hverju ákvaðstu að byrja:
�?að er eiginlega bara sama ástæða og hjá Lois, foreldrar okkar voru leiðtogar í skátunum og við ákváð-
um bara að fylgja þeirra fordæmi án þess að þau þrýstu eitthvað á okkur.
Hvernig hefur ferðin verið hingað til: Ferðin hefur verið fín þrátt fyrir smá skakkaföll með tjaldið eins og Lois lýsir.
Einhverjir hápunktar: Hápunkturinn fyrir mig var Eldfell, fjarsjóðsleitin þar og sögurnar af Tyrkjunum. Svo má ekki gleyma lundanum Tóta.
Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Við höfum verið hér í fjóra daga og virðist samfélagið vera mjög náið, sem er mjög skemmtilegt.
Nafn: Becky Waterton.
Aldur: 23 ára.
�?jóðerni: Bretland.
Hvað hefur þú verið lengi í skátunum: 19 ár.
Af hverju ákvaðstu að byrja: �?að kom kynning í skólann minn og allir vinir mínir prófuðu og mér líkaði það bara vel.
Hvernig hefur ferðin verið hingað til: Mjög fín, ég hef komið áður til Íslands en það er gaman að koma alla leið til Vestmannaeyja og gott að vera skáti hér. Svo eru Vestmannaeyjar ekki eins túristavæddar eins og Ísland sem mér finnst gott.
Einhverjir hápunktar: Að sjá lunda á Stórhöfða og fara í göngu upp Molda og enda í heitu pottunum.
Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Fallegar, sérstaklega í sólsetri. �?etta er góður staður fyrir skátabúðir.