Raf­drif­inn Herjólf­ur gæti sparað millj­arða
3. desember, 2015
Nýr Herjólf­ur verður hannaður til að vera ein­göngu raf­drif­in, en ferj­an kem­ur hingað til lands sem �??tvinn­ferja�??. Inn­an­rík­is­ráðuneytið seg­ir það vera laus­legt mat að um 170 millj­ón­ir muni spar­ast ár­lega vegna ol­íu­kaupa verði ferj­an raf­drif­in. Miðað við 20 ára líf­tíma yrði sparnaður­inn 3,4 millj­arðar.
�?á megi reikna með því að ef Herjólf­ur verði raf­drif­inn að öllu leyti verði eng­in los­un gróður­húsaloftteg­unda eða annarra meng­andi efna. Áætluð árs­notk­un dísi­lol­íu sé um 1.200 tonn. Miðað við töl­ur um notk­un nýrra dísil­véla megi reikna með að los­un vegna olíu­brennslu yrði sem sam­svar­ar um 3.800 tonn­um af CO2, en 20 ára líf­tíma yrði því sam­drátt­ur í los­un um 76.000 tonn af CO2.
�?etta kem­ur fram í svari �?laf­ar Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra í svari við fyr­ir­spurn frá Odd­nýju G. Harðardótt­ur, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um raf­drif­inn Herjólf.
Odd­ný spyr m.a. hvort gert sé ráð fyr­ir því við hönn­un nýs Herjólfs að ferj­an geti verið raf­drif­in að hluta eða öllu leyti og hlaðin í landi. Ef ekki, hvað megi gera ráð fyr­ir mikl­um kostnaðar­auka við að bæta þeim mögu­leika við?
�??Ferj­an er hönnuð til að verða ein­göngu raf­drif­in. Hún kem­ur þó sem �??tvinn­ferja�?? sem þýðir að hún verður knú­in dísil­vél­um sem fram­leiða raf­magn og hlaða inn á raf­hlöður. Vegna þess hve ör þróun er í fram­leiðslu á raf­hlöðum og að notk­un raf­drif­inna ferja er á byrj­un­arstigi, og aðeins á styttri sigl­inga­leiðum en leiðin á milli Land­eyja­hafn­ar og Vest­manna­eyja er, var ákveðið að stíga skrefið ekki til fulls í raf­væðingu ferj­unn­ar. Ein af helstu ástæðum þess er að í til­viki Herjólfs er verið að hanna skip sem þarf að sigla á erfiðri sigl­inga­leið. Af þeim sök­um er ekki talið skyn­sam­legt að nýta slík­an búnað til fulls fyrr en meiri reynsla er kom­in á hann,�?? seg­ir í svar­inu.
Einnig er spurt, hvort flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­orku í höfn­um Herjólfs ráði við að standa und­ir hleðslu­stöðvum fyr­ir ferj­una.
Í svari ráðherra seg­ir, að miðað við þá tækni sem sé fyr­ir hendi í dag þurfiað styrkja raf­orku­kerfið eða koma fyr­ir hleðslu­stöð í höfn­un­um.
Odd­ný spyr enn­frem­ur, hve mik­ill yrði sparnaður í ol­íu­kaup­um á ári og á líf­tíma ferj­unn­ar ef hún yrði að mestu eða öllu leyti raf­drif­in.
�??Miðað við olíu­verð í dag er laus­legt mat að um 170 millj. kr. spöruðust ár­lega vegna ol­íu­kaupa. Miðað við 20 ára líf­tíma yrði sparnaður­inn 3,4 millj­arðar kr. Frá því dræg­ist síðan kostn­aður við raf­magn,�?? seg­ir í svar­inu.
mbl.is greindi frá:
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.