Í byrjun ágústmánaðar auglýsti ÍBV eftir nýjum yfirþjálfara yngriflokka í fótbolta og barst mikill fjöldi umsókna í stöðuna.Ragnar Mar Sigrúnarson hefur verið ráðinn sem nýr yfirþjálfari og hóf hann störf undir lok síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV.
Ragnar hefur verið þjálfari hjá HK undanfarin 12 ár. Hann er með BS gráðu í íþróttafræðum og meistaragráðu í íþróttavísindum og þjálfun frá Háskólanum í Reykjavík.
Einnig hefur hann verið framhaldsskólakennari í íþróttum við Kvennaskólann í Reykjavík undanfarin ár. Áður hefur Ragnar Mar starfað sem forstöðumaður knattspyrnuskóla í fjölda ára, starfað sem hafnarvörður, í fiskvinnslu og verið sjómaður. En hann er frá Hellissandi á Snæfellsnesi og spilaði með Víking Ólafsvík til fjölda ára.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst