Frá því hún var á barnsaldri hefur hún sótt fjölda myndlistarnámskeiða og verið í myndlistarskólum. Ragnheiður hefur haldið sex sýningar á verkum sínum auk þess að sýna þau á samsýningum. Hún hefur unnið margvísleg störf tengd listrænum útstillingum og stílíseringum í tengslum við listrænar uppákomur.
Á sýningunni í �?orlákshöfn verða myndir unnar með olíukrít, vatnslitamyndir og nokkrir skúlptúrar unnir úr efni sem Ragnheiður hefur fundið í náttúrunni. Sýningin stendur yfir allan marsmánuð. Af tilefni opnunar verður boðið upp á kaffi og konfekt á bókasafninu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst