Ragnheiður Elín Árnadóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, gefur kost á sér til þess að leiða lista flokksins áfram í kjördæminu. Ragnheiður Elín lýsti þessu yfir á fundi kjördæmisráðs Suðurkjördæmis á Höfðabrekku í Mýrdal um helgina þar sem ákveðið var prófkjör yrði haldið 26. janúar n.k.