Lögreglan í Vestmannaeyjum segir að rannsóknarhagsmunir geti hafa farið forgörðum þegar héraðsdómur Suðurlands hafnaði gæsluvarðahaldskröfu yfir manni sem er grunaður um að hafa stórslasað konu og beitt hana kynferðisofbeldi um síðustu helgi.
Ruv.is greindi frá.
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir bagalegt að Héraðsdómur Suðurlands hafi hafnað kröfu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa skilið konu eftir nær dauða en lífi utandyra um síðustu helgi. Hæstiréttur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald í dag.
Héraðsdómur Suðurlands hafnaði kröfu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum um að grunaður árásarmaður yrði hnepptur í gæsluvarðhald. Kröfunni var hafnað á grundvelli þess að ekki væri um rökstuddan grun að ræða.
Kl 5:13 aðfaranótt laugardags barst lögreglu tilkynning um slasaða konu með mikla áverka á höfði og kynfærum við Fífilgötu í Vestmannaeyjum. Konan var nakin. Hún var flutt með þyrlu á Landspítalann. Í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að konan hafi verið í annarlegu ástandi. Hún hafi verið þungt haldin eftir áverka og svo bólgin í andliti að hún hafi ekki getað opnað augun. Líkamshiti hennar hafi verið 35,3 gráður. Hefði hún ekki fengið aðstoð hefði það orðið henni að fjörtjóni að mati lögreglustjórans.
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum var afar ósátt við niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands um að hafna kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum og kærði niðurstöðuna til Hæstarétts.
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum: �??Við töldum að skilyrðin væru uppfyllt. �?að eru auðvitað bagalegt að missa manninn úr haldi þegar rannsóknin er á byrjunarstigi og getur skaðað rannsóknina. Ef hætta er á því að sakborningur torveldi rannsókn, afmái vegsummerki eða hafi samband við vitni, þá getum við farið fram á þetta og við fórum fram á gæsluvarðhald á þeim grundvelli.�??
Hæstiréttur hnekkti niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands um hádegisbil í dag og hneppti manninn í gæsluvarðhald fram á laugardag.
Rúmum 40 mínútum áður en tilkynnt var um konuna slasaða, eða kl. 4:39 sömu nótt, hafði dyravörður á veitingastaðnum beðið um lögregluaðstoð vegna stimpinga og ágreinings ölvaðra gesta fyrir utan staðinn. Hann fékk þá þau svör að lögreglan væri upptekin í handtöku annarsstaðar í bænum.
�??�?að kemur þarna tilkynning um einhvern ágreining milli þessara aðila þarna fyrr en þá hafði þessi árás ekki átt sér stað. Við lendum stundum í því eins og önnur embætti að það koma upp nokkur mál á sama tíma, það gerist alls staðar. Menn reyna auðvitað að forgangsraða því og í þessu tilviki þá voru lögreglumennirnir í annarri handtöku og þar sem það lá ekki fyrir að um alvarlegt afbrot væri að ræða þá, það lá ekki fyrir að þetta væri ofbeldi heldur bara að það væri einhver ágreiningur þá kláruðu menn verkefnin sem þeir voru í og það var nú bara þannig.�??
Málið er enn í rannsókn. Hinn grunaði neitar sök. Vitnisburður konunnar liggur ekki fyrir.