Yngvi Borgþórsson, sem af stuðningsmönnum ÍBV er oftar en ekki nefndur rauða ljónið, skrifaði nú í morgun undir árs framlengingu á samningi sínum hjá ÍBV. Yngvi, sem er 35 ára varnartengiliður og varnarmaður, er einn af leikreyndari mönnum ÍBV liðsins og afar mikilvægur sem slíkur. Hann lék í fyrsta sinn með meistaraflokki ÍBV sumarið 1993 en hefur síðan þá leikið með Víking Reykjavík, Dalvík og KFS áður en hann sneri aftur í raðir ÍBV vorið 2007.