Ekki var unnt að sigla Herjólfi frá Eyjum til Landeyjahafnar klukkan 15 eins og áætlað var en í fréttatilkynningu frá Herjólfi segir að reiknað sé með því að fært verði klukkan 18:00 frá Vestmannaeyjum og 20:30 frá Landeyjahöfn. Það yrði þá eina ferð skipsins í dag en bálhvasst hefur verið í Eyjum í dag. Farþegar eru beðnir um að fylgjast með fréttum af ferðum skipsins í dag.
– Nú var að berast tilkynning þess efnis að Herjólfur mun sigla frá Eyjum klukkan 18:00 og frá Landeyjahöfn 20:30.