Lundaveiði hefur verið lítil á veiðitímabilinu sem er óvenju stutt eða fimm dagar eða frá 25. til 29. júlí, í gær miðvikudag. Veður hefur verið óhagstætt og lítið að hafa þegar norðanátt er ríkjandi eins og verið hefur undanfarna daga. Lundaveiðimenn sjá miklu meira af lunda á sjónum en í fyrra bæði undanfarna viku og fyrr í sumar. Álseyingar náðu í 800 lunda á laugardag og sunnudag. Sigurgeir Jónasson, Álseyingur sagði miklu meira af lunda á sjónum og í brekkunum en í fyrra, og það sé ljóst að lundinn er ekki búinn að færa sig um set eins og menn hafa óttast.